Metár í uppsjávarfiski í Noregi

192
Deila:

Veiðar á uppsjávarfiski við Noreg gengu mjög vel á árinu. Alls hafa norsk skip og skip frá öðrum löndum landað uppsjávarfiski að verðmæti 148 milljarðar ísenskra króna. Það þýðir að líðandi ár er metár, en aflanum er landað í gegnum sölusamtökin Noregs Sildesalgslag.
Rekja má góðan árangur til aukinna veiðiheimilda í makríl og sandsíli, góðs verðs á síld, og hækkaðs verðs á mjöli og lýsi. Auk þess hefur gengið greiðlega að selja afurðirnar þrátt fyrir heimsfaraldur . Einnig hefur veikara gengi norsku krónunnar auðveldað  söluna.

Alls hefur 1,6 milljón tonna verið landað hjá Norges Fiskarlag á árinu, en það er aukning um 200.000 tonn. Aukningin hefur skipst nokkuð jafnt milli löndunar til vinnslu á mjöli og lýsi og til manneldisvinnslu. Loks hefur vinnsla og sala á síldarhrognum vaxið verulega og eru hrognin orðin þekkt vara á heimsmarkaðnum.

Aðgerðir til að vinna gegn áhrifum kórónaveirunnar hafa jafnframt skilað miklum árangri bæði í vinnslunni í Noregi og flutningi afurða til annarra landa.

Deila: