Venus með mest af kolmunna

138
Deila:

Kolmunnaaflinn á þessu ári er orðinn tæplega 239.000 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Leyfilegur heildarafli var 246.900 tonn, svo lítið er óveitt eða um 8.000 tonn. Hugsanlega er eitthvað af afla enn óskráð hjá Fiskistofu, en veiðunum lauk fyrir jólin. Ónýttar heimildir má færa á milli ára, en í fyrra voru 3.800 tonn flutt frá fyrra ári.
16 skip hafa stundað beinar veiðar á kolmunna á árinu og hafa fjögur þeirra landað meiru en 20.000 tonnum. Venus NS er aflahæsta skipið með 22.954 tonn. Næst kemur Börkur NK með 22.515 tonn, þá Bjarni Ólafsson AK með 22.316 tonn og loks Beitir NK með 21.791 tonn

Deila: