Þór á leið til lands með Lagarfoss í togi

194
Deila:

Varðskipið Þór er nú komið með flutningaskipið Lagarfoss í tog áleiðis til Reykjavíkur. Varðskipið var komið að flutningaskipinu í fyrrinótt og vel gekk að koma dráttarvír á milli skipanna. Á fjórða tímanum um nóttina var varðskipið komið á stefnu til Reykjavíkur með Lagarfoss í togi. „Veðrið er með mestu ágætum, áhöfnin á Lagarfossi er örugg og ferðin gengur afar vel,“ segir á heimasíðu Gæslunnar.

https://youtu.be/MDduJ0fcq1w

 

 

Deila: