Stýrið leitar að skipamynd ársins 2020

23
Deila:

Gagnabankinn Stýrið er nú komið með áskriftarleiðir sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021. „Við notum gervihnattagögn sem tvær aðrar þjónustur í dag eru að selja á rúmlega 12.000 krónur á mánuði og 25.000 krónur (190 USD) á mánuði fyrir hvern notanda. Markmiðið var að búa til samkeppnishæfa þjónustu á lægra verði svo Stýrið mun kosta 4.900kr á mánuði en ef þú borgar árgjald fæst áskriftin á 3.900kr á mánuði eða 46.800kr árið með vsk.

Við lítum á okkur sem Davíð í samkeppni við Golíat og þökkum þér fyrir samfylgdina hingað til. Við ætlum okkur stóra hluti árið 2021 og vonandi ertu með okkur í að koma Stýrinu á kortið 🙂
Góðan daginn og gleðilegt nýtt ár,“ segir í tilkynningu frá Stýrinu.

Á Facebook síðu Stýrisins stendur yfir leit að Skipamynd ársins 2020. 

Sigurvegarinn og vinur fá árs áskrift að www.styrid.is fyrir árið 2021.
„Ef þú vilt taka þátt þá hvetjum við þig til að kíkja á Facebook síðu Stýrisins og senda vígalega mynd af einhverju skipi sem þú tókst mynd af á árinu sem var að líða. Sigurvegarinn verður svo dreginn úr á þrettándanum (6.janúar) og vinurinn fær líka áskrift,“ segir ennfremur í tilkynningunni

Deila: