Fyrstu yfirferð loðnuleitar lýkur í vikunni

124
Deila:

Fimm skip hafa nú haldið til loðnumælinga. Skipin eru rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og uppsjávarveiðiskipin Aðalsteinn Jónsson SU, Ásgrímur Halldórsson SF og Polar Amaroq. Þrír sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun eru um borð í hverju skipanna. Hægt er að fylgjast með yfirferð þeirra í rauntíma á https://skip.hafro.is/.

Áætlað er að skipin nái að fara yfir allt yfirferðasvæðið í þessari viku. Hafís er nálægt landi í Grænlandssundi og ljóst að hann muni hamla mælingum þar.

Í framhaldi af heildar yfirferðinni verða næstu skref ákveðin, meðal annars með tilliti til hvort reynt verði að ná annarri umferð sem getur gefið minni óvissu á mælingunum eða hvort hafís hafi hörfað eitthvað frá landi.

 

Deila: