Bretar í „þorskastríð“ við ESB

217
Deila:

Breska landhelgisgæslan sendi nú í ársbyrjun skoska varðskipið Jura vestur að Rockall til að koma í veg fyrir að skip frá aðildarlöndum ESB stunduðu þar veiða innan 12 sjómíla frá klettinum. Þetta eru fyrstu átökin um landhelgi Breta eftir útgönguna úr ESB samkvæmt BBC. Þannig má segja að Bretar séu komnir í nýtt þorskastríð, að þessu sinni við Evrópubandalagið.

Fyrsta skipið sem fékk skilaboð um að hypja sig var írski togarinn The Northern Celt frá Greencasstle, sem er sjávarútvegsbær á norðurströnd Írlands, nálægt landamærum Írlands og Norðurð-Írlands.

Breskir sjóliðar fóru á mánudaginn um borð í írska togarann og gerðu honum ljóst að þar mætti hann ekki lengur fiska. Rockall er óbyggður klettur, 260 mílur vestur af Hebrideseyjum og hafa deilur staðið um það áratugum saman hvort Bretum sé heimilt að taka sér fiskveiðilögsögu út frá honum. Ísland, Danmörk og Færeyjar hafa mótmælt því framferði Breta.

 

Deila: