Minni ísfiskafli
Ísfisktogarar Síldarvinnslunnar og Bergs-Hugins öfluðu minna á nýliðnu ári en á árinu 2019. Er helsta skýringin minni sókn vegna aðstæðna sem mynduðust á mörkuðum í kjölfar heimsfaraldurs. Hinsvegar er verðmæti aflans stöðugt milli ára. Afli ísfisktogaranna á árinu 2020 og verðmæti afla þeirra var sem hér segir:
Afli | Verðmæti | |
Vestmannaey VE | 3.900 tonn | 1.170 mkr |
Bergey VE | 4.450 tonn | 1.330 mkr |
Gullver NS | 5.100 tonn | 1.260 mkr |
Aðra sögu er að segja af frystitogaranum Blængi NK. Afli hans var svipaður á árunum 2019 og 2020 en verðmæti aflans jókst töluvert á milli áranna. Á árinu 2020 fiskaði Blængur 7.050 tonn og nam verðmæti aflans 2.413 milljónum króna.
Ljósmynd Guðmundur Alfreðsson.