Mikil hreyfing á hafísnum

174
Deila:

Landhelgisgæslunni barst mynd af hafís frá Veðurstofu Íslands, norðvestur af Vestfjörðum. Þar var ísspöngin næst landi um 23 sjómílur. Landhelgisgæslan hafði samband við skip í nálægð við ísröndina og þá kom í ljós að vegna skilyrða væri ísinn að hreyfast hratt frá landi og norður um. Hins vegar geta aðstæður breyst mjög hratt miðað við vindáttir og strauma.

Deila: