Veður og hafís hamla loðnuleit

103
Deila:

Slæmt veður og hafís hamlar loðnuleit nú og halda leitarskipin til hafnar í dag. Árni Friðriksson er á leið til Reykjavíkur, en Bjarni Sæmundsson og fiskiskipin þrjú sem taka þátt í leitinni halda til lands í dag. Hlé verður á leitinni um helgina vegna veðurs.

Árni Friðriksson leitaði á svæðinu út af Vestfjörðum en komst ekki á fyrirhugað leitarsvæði á Grænlandssundi vegna hafíss. Ásgrímur Halldórsson SF leitaði á svæði fyrir utan norðanverða Austfirði, Bjarni Sæmundsson fór yfir svæðið norður af Húnaflóa og Aðalsteinn Jónsson SU og Polar Amaroq deildu með sér svæðinu fyrir Norðurlandi.
Gert er ráð fyrir því að einhverjar fréttir af leitinni berist frá Hafrannsóknastofnun í dag.

Deila: