Bergey dró Bylgju í land

231
Deila:

Togarinn Bergey VE frá Vestmannaeyjum kom með annað Eyjaskip, Bylgju VE, í togi til Akureyrar í hádeginu í gær. Bylgja fékk í skrúfuna norður af Vestfjörðum, kafari mun bjarga málum í Akureyrarhöfn og skipið síðan snúa til veiða á ný. Bergey var komin með fullfermi og tækifærið verður því notað og landað á Akureyri sakkvæmt frétt á akureyri.net

Bergey er í eigu Bergs-Hugins en eigandi Bylgju er samnefnd útgerð.
Bergey VE kemur með Bylgju VE til Akureyrar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

 

 

Deila: