Fisk í matinn!

208
Deila:

Samkvæmt könnun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi létu gera vilja margir landsmenn borða meira af fiski. En svo virðist sem fólki detti hreinlega ekki í hug að hafa fisk í matinn, þrátt fyrir að vilja borða meira af honum.

Með þetta í huga var ákveðið að ráðast í átak og hvetja landsmenn til að borða meira af fiski. Alls konar fiski. Auglýsingastofan Brandenburg var fengin til samstarfs og þaðan kom hugmyndin að því að kalla átakið einfaldlega: Fisk í matinn. Því þegar spurt er, hvað eigum við að hafa í matinn, þá blasir svarið við!

Til að auðvelda fólki að matreiða fisk er farin sú leið að nota fisk í rétti sem flestir kannast við. Til dæmis að hafa fisk á pítsu og þá er komin fizza, það sama á við um lasagna, sem verður þá fasagna og fiskur í tacos verður facos, svo ekki sé minnst á hið margrómaða fnitzel. Möguleikarnir eru endalausir. Hægt er að fræðast um alla þessar frábæru rétti á heimasíðu átaksins.

Deila: