Útflutningur sjávarafurða skilar meiru

210
Deila:

Verðmæti vöruútflutnings (fob) nam 58,6 milljörðum króna í desember 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum og verðmæti vöruinnflutnings (fob) 57,6 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 1,0 milljarð króna. Í desember 2019 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 11,9 milljarða króna á gengi hvors árs.

Verðmæti vöruútflutnings var 15,7 milljörðum króna meira í desember 2020 en í desember 2019 eða sem nemur 36,5% á gengi hvors árs. Mestu munar um meiri verðmæti í útflutningi iðnaðarvara og verðmæti sjávarafurða.
Bráðabirgðatölur fyrir allt síðasta ár sýna að útflutningur sjávarafurða hefur skilað 269,9 milljörðum króna og útflutningur landbúnaðarvara 35,4 milljörðum, en eldisfiskur telst til landbúnaðarvar í útflutningsskýrslum Hagstofunnar. Samkvæmt þessu hefur útflutningur sjávarafurða aukist um 3,7% frá árinu 2019 og útflutningur landbúnaðarvar og eldisfisks um 14,9%, en þá er miðað við verðlag hvors árs fyrir sig.

 

Deila: