19.119 tonn af loðnu til Norðmanna
Verði endanlegur loðnukvóti í ár aðeins 21.800 tonn, munu 19.119 tonn af því koma í hlut norskra skipa. Í samræmi við Smugusamninginn um veiðar íslenskra skipa í Barentshafi ætti hlutur Norðmanna að vera 25.641 tonn, en nú er tekið tillit til þess hve lágur kvótinn er.
Heimildir Norðmanna byggjast á 5% hlutdeild úr heildarkvóta og yfirfærslu 1.679 tonna frá ESB og 6.350 tonna úr Smugusamningnum. Samtals gefur þetta Norðmönnum 19.119 tonna kvóta nú samkvæmt heimasíðu samtaka norskra útgerðarmanna.
Vart hefur orðið mikillar loðnu fyrir austan land og standa mælingar á loðnugöngunni nú yfir. Eftir þær mælingar kemur í ljós hver hvort kvótinn verði aukinn.