Þorskur ræðst á æðarfugl
![](https://audlindin.is/wp-content/uploads/2021/01/Þorskur-ræðst-á-æðarfugl.png)
Havstovunni í Færeyjum hefur borist myndband af árás þorsk á æðarfugl, sem er að kafa eftir æti. Á myndbandinu sést þorskurinn ráðast að blikanum og bíta um hálsinn á honum og hanga þar eins og hundur á roði í um 10 sekúndur. Þá tekst blikanum að rífa sig lausan og komast upp á yfirborðið.
Það kemur oft fyrir að fiskur étur fugl og hefur fugl oft fundist í mögum fiska. Í fyrra fundust bæði lundi og fýll í maga skötusels, sem veiddist á Færeyjabanka. Einnig hefur merktur kjói og rotta fundist í þorskmaga, en þetta mun í fyrsta sinn sem upptaka hefur fengist af þorski ráðast á fugl.
Upptakan náðist í tengslum við verkefni sem Havstovan er að vinna að um samskipti þorsks og sandsílis á grunnslóð. Þá eru teknar myndir af fiskum sem synda framhjá myndavélum, sem komið er fyrir við botninn, Vélarnar mæla svo stærð fiskins og þessi svangi þorskur reyndist 83 sentímetra langur.