Þorskveiðin virðist vera að aukast
Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 185 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding Hákonarson og spurði um túrinn.
„Við vorum fimm sólarhringa á veiðum, byrjuðum í kantinum fyrir vestan, alveg vestur í Víkurál og enduðum svo fyrir norðan á Strandagrunni. Veiðarnar hafa gengið vel, þorskveiðin virðist vera að aukast. Veðrið hefur verið nokkuð gott,“ sagði Andri Már Welding Hákonarson skipstjóri á Drangey SK í samtali á heimasíðu Fisk Seafood.
Hann kom til hafnar á Sauðárskróki með 185 tonn af fiski og var uppistaðan þorskur.