Brexit skaðar Grænlendinga

92
Deila:

Bretar leggja nú 20 prósenta toll á fiskafurðir Grænlendinga þar sem enginn fríverslunarsamningur er í gildi á milli Bretlands og Grænlands eftir Brexit. Grænlendingar vonast til að geta gengið frá fríverslunarsamningi sem fyrst en óttast að þeir séu aftarlega í forgangsröðinni hjá Bretum vegna smæðar Grænlands. Frá þessu er greint ruv.is

Mikið fjárhagslegt tjón

Grænlenskir rækjuframleiðendur telja að tollar sem Bretar leggja á eftir að þeir yfirgáfu tollabandalag Evrópusambandsríkja um áramótin geti valdið þeim miklu fjárhagstjóni. Christian Keldsen, framkvæmdastjóri Grønlands Erhverv, sem eru Samtök atvinnulífins, sagði í viðtali við dagblaðið Sermitsiat AG að tjón grænlensku fiskvinnslunnar gæti numið sem svarar meir en tveimur milljörðum íslenskra króna.

Vilja fríverslunarsamning sem fyrst

Fríverslunarsamningur Bretar og Evrópusambandsins nær ekki til Grænlands þó að Danir og Grænlendingar séu í ríkissambandi og að grænlenskar fiskafurðir sé seldar til Bretlands í gegnum Danmörku. Christian Keldsen segir áríðandi að Grænlendingar og Bretar geri fríverslunarsamning sem allra fyrst. Vegna tollanna segja stærstu fiskútflytjendur Grænlands, Royal Greenland og Polar Seafood, að það borgi sig ekki að selja Bretum fisk.

Erfitt ár að baki

Síðasta ár var erfitt fyrir fiskvinnsluna á Grænlandi því útflutningsverðmæti dróst saman um rúmlega sex prósent, að því er fram kemur í fréttum grænlenska ríkisútvarpsins.

 

Deila: