Gullver landaði á Seyðisfirði

159
Deila:

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til heimahafnar á Seyðisfirði í gærmorgun með tæplega 96 tonn. Aflinn var mestmegnis þorskur og ufsi. Landað var úr skipinu í gær og hélt það á ný til veiða um kvöldið.

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við Rúnar L. Gunnarsson skipstjóra og spurði fyrst hvernig túrinn hefði gengið. „Hann gekk svona þokkalega en við vorum fimm daga að veiðum. Við hófum veiðar á Öræfagrunni og enduðum á Glettinganesflakinu. Mér finnst vanta dálítinn kraft í þorskinn, það hefði mátt ganga betur að eiga við hann. Það liggur fyrir að loðna er komin hér fyrir austan land því það er talsvert af henni í fiskinum,“ segir Rúnar.
Að sögn Ómars Bogasonar hjá frystihúsinu á Seyðisfirði fer vinnslan þar vel af stað og enginn skortur á hráefni. Segir hann mjög mikilvægt að fyrirtækin á Seyðisfirði séu farin að starfa eftir skriðuföllin og lífið á staðnum sé óðum að nálgast eðlilegt horf.

 

Deila: