Þurfti að taka gervifót hásetans í uppherslu

Maður þessarar viku er frá Stöðvarfirði en vinnur sem tæknistjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Hann byrjaði á sjó á Bjarti NK 16 ára gamall og kótelettur í raspi eru í uppáhaldi hjá honum.
Nafn: Ívar Dan Arnarson.
Hvaðan ertu?
Stöðvarfirði samt mikill Breiðdælingur líka.
Fjölskylduhagir?
Í sambúð og á tvær dætur.
Hvar starfar þú núna?
Tæknistjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?
2007 þegar ég fór minn fyrsta túr sem háseti á Bjarti NK, 16 ára.
Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Viljinn fyrir framþróun í greininni.
En það erfiðasta?
Góð spurning.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Þegar ég var vélstjóri á Barða og þurfti að taka gervifót eins hásetans í uppherslu.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Auðbjörn sem var eitt sinn tvítugur töffari.
Hver eru áhugamál þín?
Fjölskyldan, skotveiði og að sjálfsögðu vinnan.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Lamba kótelettur í raspi.
Hvert færir þú í draumfríið?
Inn í Breiðdal í sveitadýrðina.