Ýsufnitzel

169
Deila:

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ýtt úr vör átaki fyrir aukinni fiskneyslu meðal landsmanna. Stofnuð hefur verið  heimasíða átaksins en þar má finna marga góða fiskrétti sem þekktari eru fyrir að byggjast á kjöti. Í þessu tilfelli er í raun fiski skipt út fyrir kjöt í þekktum uppskriftum fyrir fisk. Með þessu er neytendum gert auðveldara að matreiða ljúffenga og holla fiskrétti og jafnframt að uppfylla viðmið Embættis landlæknis um að neyta fiskjar að minnsta kosti tvisvar í viku. Við birtum því eina af uppskriftunum, sem ætluð er fyrir tvo. Séu fleiri í mat er ekkert mál að stækka hana, til dæmis tvöfalda.

Innihald:

200 g ýsa/1 flak
200 g hveiti
5 egg, hrærð
250 g brauðraspur
Olía til steikingar
150 g smjör til steikingar
150 g skorinn laukur
2 msk. kapers
2 sítrónusneiðar
10 g smátt skorin steinselja

Aðferðin:

  1. Veltið fiskinum upp úr hveiti.
  2. Leggið fiskinn ofan í eggjahræruna og því næst í brauðraspinn. Endurtakið.
  3. Steikið á pönnu með olíu, lauk, salti og pipar í um 3 mín.
  4. Bætið á olíu eftir þörfum.
  5. Snúið fiskinum og bætið smjöri og kapers á pönnuna.
  6. Saltið og piprið eftir smekk.
  7. Raðið lauknum ofan á fiskinn ásamt sítrónusneiðum og steinselju.
  8. Klárið að elda á pönnu eða setjið í ofn á 180°C í u.þ.b. 5 mín. eða þangað til fiskur er gegnumsteiktur.

 

Deila: