Ruth sjósett í Póllandi

258
Deila:

Danska uppsjávarveiðiskipið Ruth hefur verið sjósett í Gdynia í Póllandi. Það verður síðan dregið til Skagen í Danmörku, þar sem smíði skipsins verður lokið. Ruth verður stærsta uppsjávarveiðiskip danska flotans og er afhending áætluð í júlí í sumar

Ruth er 90 metra langt skip og 17 metrar á breidd. Það verður gert út á kolmunna, makríl og síld. Kolmunnanum verður landað til bræðslu en síld og makríll fara í manneldisvinnslu. Eigandi skipsins er Færeyingurinn Gullak Madsen og er þetta sjöunda skips hans með sama nafni.

Hér má sjá myndband af sjósetningu skipsins.

https://portal.fo/fiskur-38151/video-her-verdur-nyggja-ruth-sjosett.grein

 

Deila: