Vörður II dró vélarvana skip að landi

136
Deila:

Í fyrrinótt barst beiðni um aðstoð við flutningaskipið Falksea sem var statt skammt utan við Patreksfjörð og varð vélarvana. Björgunarsveitin Blakkur sendi björgunarskipið Vörð II á Patreksfirði af stað sem kom að skipinu og tókst að draga það inn til Patreksfjarðar úr allri hættu og liggur skipið við akkerislægi utan við höfnina.

Smári Gestsson, umsjónarmaður Varðar II var einn af þremur í áhöfninni í þessari ferð og sagði hann í samtali við Bæjarins besta að þrátt fyrir efasemdir sem voru uppi hefði gengið vel að draga skipið. Má það heita ótrúlegt að svo lítið björgunarskip hafi dregið 3000 tonna flutningaskip sem er 90 metra langt en björgunarsveitarmenn leystu verkefnið vel af hendi.
Falksea var að koma með salt til Patreksfjarðar og landaði 800 tonnum. Var því lokið og var skipið á leið frá Patreksfirði þegar það varð vélarvana.

 

Deila: