Mikill samdráttur í þorskafla af Færeyjamiðum

126
Deila:

Þorskafli af Færeyjamiðum á síðasta ár féll um ríflega helming miðað við árið 2019. Aflinn í fyrra varð 9.435 tonn, en 20.291 tonn árið 2019. Ýsuafli dróst saman um fjórðung, fór úr 8.282 tonnum niður í 6.320 tonn. Ufsaafli í fyrra varð 20.540 tonn á móti 18.855 tonnum 2019. Nokkur aukning var í veiðum á öðrum botnfisktegundum eins og löngu, 21% og keilu, 36%.

Verðmæti landaðs afla féll um fjórðung  eða 4,8 milljarða Íslenskra króna. Sambærilegur samdráttur varð í verðmæti þorsks og ýsu og í magninu.

Landaður afli af uppsjávarfiski af öllum svæðum varð svipaður og árið 2019 og sömu sögu er að segja af aflaverðmætinu. Veiðar á kolmunna jukust um 2% og 11% aukning varð í makrílafla. Verðmæti síldar féll um 9% í samræmi við samdrátt í afla.

 

Deila: