Breytt rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða í Berufirði

123
Deila:

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að breytingu á rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða í Berufirði. Fyrirtækið er með rekstrarleyfi fyrir 9.800 tonn hámarkslífmassa af laxi í Berufirði sem var gefið út 21. mars 2019. Heimilaður hámarkslífmassi er 6.000 tonn af frjóum laxi og 3.800 tonn af ófrjóum laxi sem var í samræmi við þágildandi áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna erfðablöndunar frá árinu 2017.

Tillaga að breytingu á rekstrarleyfi byggir á uppfærðu áhættumati Hafrannsóknastofnunar vegna erfðablöndunar í maí 2020 sem gerir ráð fyrir 7.500 tonnum af frjóum laxi í Berufirði.

Breyting á rekstrareyfinu heimilar allt að 7.500 tonn af frjóum laxi og 2.300 tonn af ófrjóum laxi í Berufirði.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar á Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. mars 2021.

 

Deila: