Auglýst eftir tilboðum í aflamarki í loðnu, síld og þorsk

263
Deila:

Fiskistofa auglýsir nú eftir tilboðum í skipti á aflamarki. Um er að ræða 1.000 tonn af loðnu. 6.238 tonn af norsk-íslenskri síld og 181 tonn af þorski í lögsögu Noregs.

Í boði er neðangreint aflamark, í tilgreindum tegundum, í skiptum fyrir aflamark í þorski. Við mat tilboða er stuðst við meðalverð aflamarks síðasta mánaðar. Viðmiðunarverð síðasta mánaðar: þorskur 271,67 kr/kg.

Tilboðsmarkaðurinn hefur verið opnaður. Ekki er gerð krafa um lágmarkstilboð.

Athugið að samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu (http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/gjaldskra/) ber að greiða 11.300 krónur fyrir hverja úthlutun aflaheimilda á tilboðsmarkaði. Þannig ber tilboðsgjafa að greiða þá upphæð fyrir hvert tilboð sem tekið er að fullu eða að hluta.

 

Fisktegund Þíg Aflamark  
Loðna 0 1.066 tonn
Norsk-íslensk síld 0,13 6.238 tonn
Þorskur í norskri lögsögu 1 181.458 kg

 

Eingöngu er unnt að gera tilboð í gegnum UGGA, upplýsingagátt Fiskistofu. Tilboðsmarkaðinn má finna undir Umsóknir/Þjónusta. Vakin er athygli á að Ugginn sendir sjálfkrafa staðfestingu um móttöku tilboðs.

Afturköllun tilboða eftir að umsóknarfrestur er runninn út er óheimil. Að gefnu tilefni er rétt að benda bjóðendum á að skv. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar 726/2020 sem fjallar um þennan tilboðsmarkað, eru það eingöngu bjóðendur, ekki Fiskistofa, sem er heimilt að afturkalla tilboð svo lengi sem þeir gera það áður en tilboðsfrestur er liðinn. Því er mikilvægt að yfirfara tilboð vel áður en því er skilað og skoða tilboðið undir „Málin mín“ í UGGA eftir að tilboðinu hefur verið skilað til að tryggja að allt sé rétt. Ef mistök hafa átt sér stað við tilboðsgerð þá getur bjóðandi afturkallað tilboðið í UGGA allt þar til tilboðsfrestur rennur út.

Frestur til að skila tilboðum er til kl. 16:00 fimmtudaginn 11. febrúar 2021.

 

Deila: