Gréta María gengur til liðs við Brim

260
Deila:

Brim h.f. hefur ráðið Grétu Maríu Grétarsdóttur sem framkvæmdastjóra Nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla.

Brim er leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki og tekur virkan þátt í uppbyggingu íslensks samfélags. Hjá Brimi starfa um 800 manns við hin ýmsum störf í virðiskeðju sjávarútvegs. Brim framleiðir afurðir úr sjávarfangi og lögð er rík áhersla á nýsköpun og háþróaða tækni við veiðar og vinnslu sjávarafurða.

„Það er ánægjulegt að fá Grétu Maríu til liðs við okkur. Reynsla hennar og áherslur munu hjálpa okkur að efla starfsemi okkar og festa Brim í sessi sem leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki“ er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brim.

„Ég er mjög ánægð að vera komin til Brims og hlakka til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu á einu af öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Brim hefur verið leiðandi í umhverfismálum og við munum halda áfram að starfa í sátt við umhverfið og samfélagið. Við munum einnig leggja okkar af mörkum við að styðja við verðmætasköpun í bláa hagkerfinu með öflugri rannsóknar og þróunarvinnu“ segir Gréta María.

Gréta María er með víðtæka reynslu úr at­vinnu­líf­inu. Hún var fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar þar til í vor og áður fjár­mála­stjóri Festi. Gréta hlaut Viðskipta­verðlaun Viðskipta­blaðsins og Frjálsr­ar versl­un­ar árið 2019 fyr­ir áherslu á um­hverf­is- og lýðheilsu­mál í störf­um sín­um hjá Krón­unni. Hún býr einnig að reynslu úr banka­kerf­inu og upp­lýs­inga­tækni­geir­an­um. Hún hef­ur setið í fjöl­mörg­um stjórn­um og einnig sinnt kennslu við verk­fræðideild Há­skóla Íslands og við MPM nám í verk­efna­stjórn. Gréta lauk meistaragráðu í verk­fræði frá Há­skóla Íslands 2008.

 

Deila: