Fúpa

146
Deila:

Við á Auðlindinni höldum áfram að hvetja fólk til fiskneyslu. Það gerum við með því að birta á síðunni fjölbreyttar uppskriftir af fiski frá öllum heimshornum. Uppskriftirnar eru hollar og bragðgóðar, misframandi og bæði einfaldar og stundum flóknar. Við leggjum átaki Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi lið með því að birta uppskriftir sem tilheyra átakinu. Það má svo reyndar geta þess að inni á síðunni er nú að finna um 350 uppskriftir að fiski. Þeim sem vilja fjölbreytni í matreiðslu fisks er því bent á að blaða í uppskriftunum. Þessi uppskrift er fyrir tvo og er kölluð fúpa í anda átaksins, sem skiptir út fyrsta staf þekktra rétta og setur f, fyrir fisk í staðinn. Þannig verður súpa fúpa..

Innihald:

250 g þorskur
Börkur af 1 sítrónu
4 g fínsaxað chili
3 hvítlauksgeirar
Olía
Salt
1 fínsaxaður laukur
100 g saxaður blaðlaukur
8 soðnar og skornar kartöflur
200 ml hvítvín
1 l vatn
1 teningur fiskikraftur
400 ml kókosmjólk
6 g karrý
2 stilkar lemongrass
2 fínsaxaðir hvítlauksgeirar
Safi úr 1 lime
Saxaður graslaukur

Aðferð:

  1. Hitið olíu í potti og bætið lauk út í.
  2. Setjið blaðlauk, kartöflur, 2 saxaða hvítlauksgeira, lemongrass og karrý í pottinn.
  3. Setjið hvítvín, vatn og fiskikraft út í og sjóðið niður.
  4. Bætið kókosmjólk út í.
  5. Setjið fiskinn í súpuna og sjóðið í 10 mín.
  6. Bætið lime safa og graslauk í súpuna.
  7. Fjarlægið lemongrass stöngla.
  8. Saltið eftir smekk.

 

Deila: