Hefja eldi á hlýsjávarrækju í Noregi

191
Deila:

Nú er að hefjast nýtt eldisævintýri í Sirevåg í Noregi. Fyrirtækið Happy Prawns hefur nú tekið á móti 200.000 rækjulifrum af hlýsjávartegundinni Litopenaeus vannamei til áframeldis. Lirfurnar koma frá klakstöð Benchmark Genetics í Flórída. Greint er frá þessu á fréttaveitunni kyst.no.

Rækjan verður alinn í 11.000 lítra keri við 28 gráðu hita og er stefnt að því að selja hana sem lúxus mat á veitingahús og dagvörumarkaði fyrir sælkera. Eftir um þrjár vikur í þessu keri fer rækjan í 200.000 lítra tank, sem hefur verið sérstaklega útbúinn fyrir rækjueldið. Rækjan tekur til sín mikið af fóðri og vex hratt upp í sölustærð. Eftir þrjá til fjóra mánuði hefur hún náð 20 til 30 gramma þyngd og 10 til 15 sentímetra lengd.

Benchmark Genetics samstæðuna skipa Benchmark Genetics Norway, Benchmark Genetics Iceland, Benchmark Genetics Chile, Spring Genetics og Benchmark Genetcs Shrimp. Samstæðan er í fararbroddi í heiminum í framleiðslu á lirfum og hrognum úr atlantshafslaxi, beitarfiski, rækju og hrognkelsum, sem eru framleidd Í Noregi, Íslandi, Síle, Bandaríkjunum, Brasilíu og Kólumbíu. Íslenski hlutinn hét áður Stofnfiskur.

 

Deila: