Veiðgjald lækkar

92
Deila:

Fiskistofa hefur lokið álagningu veiðigjalds vegna ársins 2020.  Alls nemur álagningin tæpum 4,8 milljörðum króna.  Til samanburðar má hér sjá heildarálagningu veiðigjalds þrú síðastliðin ár:

 Ár  Upphæð álagðs veiðigjalds
 2020    4,8 milljarðar króna
 2019    6,6 milljarðar króna
 2018  11,3 milljarðar króna

Gjaldendur

Gjaldendur veiðigjalds á árinu 2020 voru alls 934.  Þeir voru flestir yfir sumartímann vegna strandveiðanna, á milli  7 og 8 hundruð talsins.  Fámennastur var gjaldendahópurinn í janúar 2020 eða um 150. Ef litið er til 16 stærstu gjaldendanna þá greiddu þeir samanlagt tæpa 3,0 milljarða í veiðigjald á árinu 2020 af þeim 4,8 milljörðum sem veiðigjaldið skilaði.

 Stærstu gjaldendur Upphæð álagðs veiðigjalds 2020
 Brim hf 367 m.kr.
 Samherji Ísland ehf 281 m.kr.
 Þorbjörn hf 250 m.kr.
 FISK-Seafood ehf 231 m.kr.
 Skinney-Þinganes hf 197 m.kr.

 

Staðir

Þegar skoðuð er álagning eftir stöðum (póstnúmerum) gjaldenda kemur í ljós að Reykjavík (101), Vestmannaeyjar, Grindavík og Akureyri skera sig úr með mest álagt veiðigjald.

 Staður  Álagt veiðigjald árið 2020
 Reykjavík (101)  680 m.kr.
 Vestmannaeyjar  550 m.kr.
 Grindavík  530 m.kr.
 Akureyri  400 m.kr.
 Sauðárkrókur  240 m.kr.

 

Útgerðarflokkar

Álagt veiðigjald á togaraflotann nemur tæpum 2,3 milljörðum króna og álagning á aflamarksskip nemur 1,8 milljarði.  Krókabátar og aðrir smábátar greiða um 700 milljónir króna.

Fisktegundir

Veiðigjald vegna þorskafla nemur  2,8 milljörðum króna og síðan kemur ýsan með um 780 milljónir.  Veiðigjaldið á aflann í þessum tveimur tegundum nemur um 75% af álagningunni árið 2020.  Eins og gefur að skilja fór lítið fyrir veiðigjaldi af loðnuveiðum 2020 en veiðigjald af makríl nam tæplega 260 milljónum og 210 milljónum af síld og af kolmunna  tæpum 15 milljónum. Hér að neðan má sjá samanburð milli þriggja síðustu ára eftir nokkrum fisktegundum.

 Fisktegund  Álagt veiðigjald 2020  Álagt veiðigjald 2019 Álagt veiðigjald 2018
 Þorskur  2.810 m.kr.  3.550 m.kr.  5.760 m.kr.
 Ýsa     780 m.kr.     920 m.kr.  1.200 m.kr.
 Grálúða     400 m.kr.     420 m.kr.     870 m.kr.
 Makríll     260 m.kr.     450 m.kr.     440 m.kr.
 Síld     210 m.kr.     310 m.kr.     400 m.kr.
 Kolmunni       15 m.kr.     150 m.kr.     340 m.kr.
 Loðna         0 m.kr.          0 m.kr.     320 m.kr.

 

Frekari upplýsingar

Á vef Fiskistofu má finnar upplýsingar um álagninguna  á veiðigjaldi 2020 og  öll fyrri ár.  Þar er meðal annars skrá yfir álagt gjald hvers gjaldanda og margvísleg talnagögn.
Sjá upplýsingar um:

Veiðigjald 2020

Veiðigjald fyrri ár

Deila: