Mikill afli í Grindavík

108
Deila:

Hið glæsilega línuskip Páll Jónsson GK-7 kom til hafnar í Grindavík um hádegisbilið í dag. Aflinn um borð er í 370 körum eða vel rúmlega 100 tonn. Þar af er mest þorskur í 260 körum, ýsa í 48 körum. Vel hefur veiðst á línu vestur af landinu undanfarnar vikur og koma línuskipin hvert af öðru með fullfermi fyrir tilsettan löndunardag.
Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur, grindavik.is

Í kvöld má gera ráð fyrir nokkrum svokölluðum ofurtrillum til löndunar s.s. Dúdda Gísla, Auði Vésteins, Kristjáni, Vésteini, Óla Á Stað og síðastir en ekki sístir er von á afla af handfærabátunum Sigurvon og Grindjána.
Í gær bárust rúmlega 500 tonn á land í Grindavíkurhöfn, sem telst ágætis löndunardagur sér í lagi ef tekið er tillit til þess að ekki viðraði vel til veiða á miðunum fyrir austan við Reykjanes fyrir smærri skipin. En talsvert er landað af smærri bátunum í Sandgerði þessa dagana.

Frosti ÞH 229 kom í gær morgun með um 60 tonn til löndunar í Grindavíkurhöfn. Síðar um daginn lönduðu Jóhanna Gísladóttir GK 557 og Fjölnir GK 157 rúmlega 100 tonnum hvor bátur. Sturla GK 12 landaði um 74 tonnum, Valdimar GK 195 og Hrafn GK 111 og  voru með hvor um sig um 60 tonn. Þess má geta að Hrafn landaði rúmlega 100 tonnum sl. laugardag. Í gær lönduðu Vörður ÞH 44 og Áskell ÞH 48  rúmlega 30 tonnum  hvor bátur. Það er fagnaðarefni að allt skuli vera farið af stað því það er ekki bara höfnin sem nýtur góðs að því að skipin streymi inn heldur þjónustugeirinn líka. það er Því væntanlega brjálað að gera í matsölu hjá öllum vertum hér í bæ.

Deila: