Grjónagrautur með vel súru slátri

561
Deila:

Maður vikunnar er Húsvíkingur, sem er flutt vestur á Firði. Hún er gæðastjóri hjá Odda hf. á Patreksfirði. Hún segir ekkert erfitt, en það séu margar áskoranir, sem skemmtilegt sé að fást við.

Nafn:

Inga Ósk Jónsdóttir.

Hvaðan ertu?

Fædd og uppalin á Húsavík.

Fjölskylduhagir?

Í sambúð með Vigni Fannari Víkingssyni.

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa núna sem gæðastjóri hjá Odda hf. á Patreksfirði.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég er bara nýbyrjuð! Byrjaði haustið 2019.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það allra skemmtilegasta er fjölbreytileikinn, bæði í samstarfsfólki og verkefnum.

En það erfiðasta?

Það er ekkert erfitt, en margar eru áskoranirnar sem skemmtilegt er að kljást við.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það voru mörg skrítin og skemmtileg verkefnin sem ég og teymið sem ég vann með hjá Arnarlaxi þurftum að leysa. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Margir góðir. Erfitt að gera upp á milli. Hann Pétur er samt alltaf minn maður, Pétur Kozuch.

Hver eru áhugamál þín?

Aðal áhugamálin mín eru handavinna, útivist í fallegu náttúrunni okkar og gera eitthvað ljúffengt í eldhúsinu. Góðar stundir með fjölskyldu og vinum klikka svo aldrei.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Grjónagrautur með vel súru slátri.

Hvert færir þú í draumafríið?

Einhvern rólegan og góðan stað með góðum hópi. 

 

Deila: