Sandsílið stendur vel við sunnanverðan Noreg

249
Deila:

Þrír sterkir árgangar sandsílis í röð, leiða nú til þess að norskir vísindamenn leggja til hæsta upphafskvóta á sílinu nokkru sinni, 110.000 tonn. Í fyrrasumar endaði kvótinn í 250.000 tonnum eftir að hafa verið hækkaður upp tvisvar sinnum, úr 70.000 tonna upphafskvóta í 110.000 og síðan 250.000 tonn.

Talið er að sandsílastofninn hafi ekki verið stærri í sunnanverðri landhelgi Norðmanna í Norðursjó síðan á tíunda áratug síðustu aldar og hann hafi verið að stækka undanfarin ár. Skýringin á góðum vexti og viðgangi sandsílastofnsins er að mikið æti hefur verið á slóðinni og nýliðun því góð. 2016 var sérlega gott ár, árið 2018 betra og 2019 einstaklega gott. Nú bendir allt til þess að þessi mikla nýliðun hafi haldið áfram á síðasta ári, en þá var mikið æti fyrir sílið.
Sömu sögu er ekki að segja af sandsílaslóðum Norður með Noregi. Þar eru stofnarnir í lágmarki og hafa verið svo lengi, líkt og við Ísland.

Deila: