Febab

138
Deila:

Við höldum áfram að birta uppskriftir frá átaki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir aukinni fiskneyslu. Fiskur er afar hollur matur enda ráðleggur Embætti landlæknis fólki að borða að minnsta kosti tvær fiskmáltíðir í viku hverri. Fiskur er ríkur af fjölómettuðum fitusýrum, sem eru fólki á öllum aldri nauðsynlegar, bæði fyrir heila og æðakerfi.  Það heyrist oft að fólki finnist fiskur dýr matur. Að okkar mati er það misskilningur. Roðlaust og beinlaust ýsuflak er hreint hráefni, þar sem ekkert fer til spillis. Rétt eins og góður nautavöðvi. En hver er þá munurinn? Jú, kjötið er að minnsta kosti tvöfalt ef ekki þrefalt dýrara.
Uppskriftin er fyrir tvo.

Innihald:

150 g þorskur‍

5 g paprikuduft

4 g kóríanderduft

3 g hvítlauksduft

3 g cumin

400 ml bjór

370 g hveiti (70 g í kryddblöndu og 300 g í orlydeig)

15 g salt

10 g matarsódi

Tortilla

Hvítlaukssósa

Sriracha sósa

Ferskt grænmeti (salat, gúrka, tómatar, avókadó, laukur)

Olía til djúpsteikingar

Aðferð:

Skerið fisk í fjóra bita.

Blandið saman 70 g hveiti, paprikudufti, kóríanderdufti, hvítlauksdufti og cumin.

Í aðra skál fara 300 g hveiti, bjór, salt og matarsódi og hrært vel saman.

Veltið fiskinum upp úr kryddblöndunni og leggið svo í orlydeigið.

Djúpsteikið í 4 mín.

Smyrjið tortilla köku með hvítlaukssósu.

Setjið fiskinn á kökuna ásamt fersku grænmeti, avókadó og sriracha sósu.

Deila: