Rekstrarleyfi Hafró að Stað endurnýjað

140
Deila:

Matvælastofnun hefur endurnýjað rekstrarleyfi Hafrannsóknastofnunar að Stað við Grindavík í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 2. nóvember 2020 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 30. nóvember 2020.

Hafrannsóknastofnun sótti um endurnýjun á rekstrarleyfi vegna 20 tonna hámarkslífmassa til tilraunaeldis að Stað við Grindavík. Umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi var móttekin 15. janúar 2020. Úttekt starfsstöðvar hefur farið fram og staðfestir Matvælastofnun gildistöku rekstrarleyfis Hafrannsóknarstofnunar að Stað við Grindavík FE-1160 en starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

 

Deila: