Arctic Fish fær nýjan fóðurpramma

268
Deila:

Á föstudaginn kom danski dráttarbáturinn Thor með fóðurprammann Helgafell að bryggju á Þingeyri. Dýrfirðingurinn Eggert Stefánsson hefur fylgst með ferðalaginu og segir hann að lagt hafi verið af stað 29. september s.l. frá Tallin í Eistlandi þar sem Helgafell var smíðað. Eftir löng stopp bæði í Noregi og Færeyjum (Tórshavn) vegna veðurs, lauk förinni svo loks á föstudaginn. Pramminn tekur 600 tonn af fóðri í tanka og verður notaður á eldisstöðvum Arctic Fish á Dýrafirði. Pramminn mun kosta um 3 milljónir evra eða nærri hálfan milljarð króna samkvæmt upplýsingum frá Arctic Fish.
Mynd og frétt af bb.is

Deila: