Nýtt húsnæði Matís í Neskaupstað

93
Deila:

Flutningar eru hafnir á starfsstöð Matís á Austurlandi. Þeir fjórir starfsmenn sem þar starfa eru um þessar mundir að flytja sig um set yfir í nýtt húsnæði sem hefur fengið nafnið Múlinn samvinnuhús en það var tekið í gagnið um áramót.

Um er að ræða 900 fermetra húsnæði við Nesbakka í Neskaupsstað. Byggingin sem að hluta hýsti áður verslunarrými hefur fengið yfirhalningu og viðbyggingu sem rúmar fjölbreytta atvinnustarfsemi. Húsið skiptist í skrifstofuklasa sem fjölmörg fyrirtæki og stofnanir munu nýta sér auk þess sem sérhæfðar rannsóknarstofur og opin rými eru þarna undir sama þaki.

Matís kemur til með að nýta sér sérhæfða rannsóknarstofu fyrir örveru- og efnamælingar auk skrifstofurýmis.

Múlinn samvinnuhús er í eigu Samvinnufélags útgerðarmanna Neskaupstað eða SÚN og auk Matís eru nokkur þeirra fyrirtækja sem hafa tryggt sér aðstöðu í hús­inu Advania, Aust­ur­brú, Deloitte, Hafrannsóknastofnun, Nátt­úru­stofa Aust­ur­lands, Nox health, Origo, Rannsóknarstofa fyrir örveru- og efnamælingar,Stapi líf­eyr­is­sjóður og Trackwell.

 

Deila: