Minna utan frá Færeyjum
Útflutningur af sjávarafurðum frá Færeyjum á síðasta ári féll um 12% í verðmæti en um 1% í magni miðað við árið 2019. Verðfallið nemur 25 milljörðum íslenskra króna.
Verðmæti útfluttra afurða úr laxeldi lækkaði um um 15 milljarða og í þorski var samdrátturinn 6,3 milljarða króna. Þá dróst verðmæti síldarútflutnings saman um 2,5 milljarða. Útflutningur á makríl skilaði 21 milljarði íslenskra króna.
Þessar samdráttartölu sýna annars vegar samdrátt í þorskafla og lækkun á magni og verði eldislax.