Þokkalegur brælutúr
Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði í gær. Aflinn var 83 tonn og uppistaða hans var þorskur og ýsa. Rúnar L. Gunnarsson skipstjóri segir að veiði hafi verið nokkuð jöfn en túrinn hafi verið brælutúr. „Þetta var fjögurra daga túr og veiðin var þokkaleg eða allt í lagi. Við vorum mest að veiða á Herðablaðinu og í Litladýpi en í lokin fórum við í Lónsdýpið að leita að ufsa með afar litlum árangri,“ segir Rúnar.
Gullver mun halda á ný til veiða á morgun.
Ljósmynd Ómar Bogason