Rafrænn aðalfundur Marel 2021

251
Deila:

Rafrænn aðalfundur Marel hf. verður haldinn miðvikudaginn 17. mars nk., kl. 16:00.

Drög að dagskrá:

 1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár
 3. Skýrsla forstjóra
 4. Ársreikningar félagsins fyrir starfsárið 2020 lagðir fram til staðfestingar
 5. Ákvörðun hvernig skuli fara með hagnað fyrir árið 2020
 6. Skýrsla um framkvæmd starfskjarastefnu félagsins
 7. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins
 8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna árið 2021
 9. Ákvörðun um greiðslu til endurskoðanda fyrir liðið starfsár
 10. Tillaga um breytingu á grein 15.2. í samþykktum félagsins:

Greinin heimilar stjórn félagsins að hækka hlutafé um allt að 100 milljónir króna að nafnvirði, sem m.a. má nota í tengslum við fyrirtækjakaup. Samkvæmt breytingatillögunni er heimildin lækkuð niður í 75 milljónir króna að nafnvirði, sem nemur 9,7% af útgefnu hlutafé, og heimilað er að selja nýtt hlutafé í útboði í umsjón fjármálafyrirtækis. Gildistími heimildarinnar er styttur úr 5 árum í 18 mánuði. Breytingatillagan er í samræmi við evrópska markaðsframkvæmd.

 1. Kosning stjórnar félagsins
 2. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
 3. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf
 4. Önnur mál löglega upp borin

Fundarstörf munu fara fram á ensku.

Aðalfundurinn verður aðeins haldinn með rafrænum hætti. Allir hluthafar þurfa að skrá sig á fundinn og eru hluthafar hvattir til að skrá sig tímanlega. Lokað verður fyrir skráningu klukkan 12 á hádegi á fundardegi.

 

Deila: