Rafrænn aðalfundur Marel 2021
Rafrænn aðalfundur Marel hf. verður haldinn miðvikudaginn 17. mars nk., kl. 16:00.
Drög að dagskrá:
- Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár
- Skýrsla forstjóra
- Ársreikningar félagsins fyrir starfsárið 2020 lagðir fram til staðfestingar
- Ákvörðun hvernig skuli fara með hagnað fyrir árið 2020
- Skýrsla um framkvæmd starfskjarastefnu félagsins
- Tillaga um starfskjarastefnu félagsins
- Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna árið 2021
- Ákvörðun um greiðslu til endurskoðanda fyrir liðið starfsár
- Tillaga um breytingu á grein 15.2. í samþykktum félagsins:
Greinin heimilar stjórn félagsins að hækka hlutafé um allt að 100 milljónir króna að nafnvirði, sem m.a. má nota í tengslum við fyrirtækjakaup. Samkvæmt breytingatillögunni er heimildin lækkuð niður í 75 milljónir króna að nafnvirði, sem nemur 9,7% af útgefnu hlutafé, og heimilað er að selja nýtt hlutafé í útboði í umsjón fjármálafyrirtækis. Gildistími heimildarinnar er styttur úr 5 árum í 18 mánuði. Breytingatillagan er í samræmi við evrópska markaðsframkvæmd.
- Kosning stjórnar félagsins
- Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
- Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf
- Önnur mál löglega upp borin
Fundarstörf munu fara fram á ensku.
Aðalfundurinn verður aðeins haldinn með rafrænum hætti. Allir hluthafar þurfa að skrá sig á fundinn og eru hluthafar hvattir til að skrá sig tímanlega. Lokað verður fyrir skráningu klukkan 12 á hádegi á fundardegi.