Veðurviðvörun um helgina 26-28

209
Deila:

Búist er við hvassri suðvestanátt á laugardag og sunnudag. Athygli er vakin á því að á laugardaginn er fullt tungl og því stórstreymt. Útreiknuð sjávarföll gera ráð fyrir sjávarhæð um 4.4 m. á stórstreymi. Því má búast við enn meiri sjávarhæð vegna ölduáhlaðanda.

Faxaflóahafnir hvetja fyrirtæki á hafnarsvæðinu að taka mið af þessum aðstæðum því sjór getur skvest yfir varnarvirki. Vinsamlegast tryggið öryggi á bryggjum og hugið að landfestum skipa.

 

Deila: