Ýsa með þistilhjörtum
Nú er það ýsa, eða hvaða ferskur og góður hvítfiskur í matinn. Þetta er réttur með sérstöku ívafi þar sem þistilhjörtu eru áberandi. Þetta er í raun sannkallaður veisluréttur með rausnarlegu og fjölbreyttu meðlæti. Með því að helminga uppskriftina er svo kominn rómantískur kvöldverður fyrir elskendur á öllum aldri.
Innihald:
4 bitar af ýsu, þorski eða örðum hvítfiski, roð- og beinlausum, um 200g hver
3 msk. extra-virgin ólívuolía
Grænmestisblanda:
3 msk. extra-virgin ólívuolíal
8 meðalstórar kartöflur, skornar í teninga
1 lítill rauðlaukur, saxaður
1 lítil rauð paprika skorin í sneiðar
1 dós þistilhjörtu, sem eru skorin í tvennt
1 bolli ferskir villisveppir, sneiddir
½ bolli kjúklingasoð
salt og nýmalaður svartur pipar
Sósa:
2 sítrónur
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
5-6 litlir sólskinstómatar, smátt skornir
½ bolli steinselja smátt söxuð
2 msk. extra-virgin ólífuolía
salt og pipar
Aðferðin:
Kryddið fiskinn með salti og pipar. Hitið olíuna á pönnu þar til hún er orðin snarpheit. Steikið fiskinn í olíunni á báðum hliðum í um 4 mínútur hvoru megin eða eftir þykkt bitanna. Reynið að fá þá fallega gyllta. Leggið þá til hliðar og haldið heitum.
Grænmetisblandan:
Hitið olíuna, 2 msk., á pönnu upp að miðlungshita. Þegar olían er orðin heitt eru kartöflurnar settar út á hana og steiktar í um þrjár mínútur. Bætið þá lauk, papriku og sveppum á pönnuna og látið krauma uns allt er orðið mjúkt. Bætið þá þistilhjörtunum út á. Kryddið með salti og pipar og bætið kjúklingasoðinu út á og látið malla þar til kartöflurnar eru örugglega soðnar. Hrærið 1 msk. af olíunni út í. Haldið blöndunni heitri og berið fram með fiskinum.
Sósan:
Kreistið safa úr einni og hálfri sítrónu í skál og gætið þess að engir steinar fylgi með. Skerið hálfa sítrónu í sneiðar og leggið í skálina. Bætið hvítlauk, tómötum og steinselju út í. Bætið þá 2 msk. af olíunni út í, saltið og piprið og hrærið vel í öllu.
Skiptið grænmetisblöndunni á fjóra djúpa diska eða grunnar skálar. Leggið einn fiskbita ofan á blönduna í hverri skál. Jafnið síðan sósunni yfir og berið fram með salati og eða brauði að eigin vild. Glas af góðu víni gæti hæft með með þessum rétti.