Frumvarp um Fiskistofu í samráðsgátt

191
Deila:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar í samráðsgátt frumvarp til laga um breytingu álögum um Fiskistofu. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar sem miða að því að styrkja eftirlit Fiskstofu.

Lagt er til að heildstæðu viðurlagakerfi verði komið á fót vegna brota á lögum á sviði fiskveiðistjórnar. Viðurlagakaflar laganna verða samræmdir þannig að sömu heimildir verði milli mismunandi laga til að bregðast við brotum. Einnig er lagt til að Fiskistofa fái heimildir til álagningar stjórnvaldssekta vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni.

Þá er lagt til að heimildir Fiskistofu til að framkvæma rafrænt eftirlit verði styrktar.

Loks er lagt til að hugtakið raunveruleg yfirráð við framkvæmd reglna um hámarksaflahlutdeildir skv. lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, verði afmarkað betur.

Umsagnarfrestur er 26.02.2021–08.03.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.

 

Deila: