Vekja athygli á banni við brottlasti

18
Deila:

Að gefnu tilefni vill Fiskistofa vekja athygli á að brottkast er bannað og skylt er að hirða og landa öllum afla sem kemur í veiðarfæri fiskiskipa. Skemmdur eða selbitinn afli reiknast ekki til aflamarks skips þegar honum er haldið aðgreindum frá öðrum afla við löndun.

Fáeinar undantekningar er frá brottkastbanni. Þannig eru í gildi reglur um að sleppa ákveðnum tegundum til að vernda stofninn, t.d. er skylt að sleppa lífvænlegri lúðu, háfi, hámeri og beinhárkarli. Heimilt að sleppa hlýra. Einnig er heimilt að sleppa lífvænlegum rauðmaga sem kemur í grásleppunet og skylt er að sleppa grásleppu sem kemur í net við aðrar veiðar en grásleppuveiðar. Þá er heimilt að varpa fyrir borð fisktegundum sem ekki eru háðar takmörkun á leyfilegum heildarafla, enda eru þær ekki taldar hafa verðgildi.

Fiskistofa vekur sérstaka athygli á að í þeim undantekningatilfellum sem leyfa að afla  sé sleppt ber eftir sem áður að skrá þann afla í rafræna afladagbók eða snjalltækjaforrit, bæði tegundina og áætlað magn í kílóum sem sleppt var.

 

Deila: