Mikið gengur á í hrognavinnslunni

100
Deila:

Frysting á loðnuhrognum er nú hafin hjá Brimi hf. á Akranesi. Aðfararnótt þriðjudags landaði Venus NS-150 um 520 tonnum af loðnu á Akranesi og aðeins um sólarhring eftir að fyrsta löndunin hófst landaði Venus aftur og þá um 2000 tonnum.

Þar sem allur búnaður til loðnufrystingar á Akranesi hefur staðið óhreyfður í um þrjú ár var fyrsta skammti stillt í hóf. Allt gekk hins vegar hnökralaust og vinnslan því tilbúin í full afköst sem þó eru ekki nema um 60 til 70 prósent af því sem var þegar vinnslan var síðast í notkun.

Blaðamaður Skessuhorns fékk að kíkja inn í loðnuvinnsluna fyrir hádegi í dag og taka nokkrar myndir, en mikið gekk á og margt fólk að störfum enda er hrognavinnslan mannaflsfrek. Greinilegt var að starfsfólki leiddist ekki að vera aftur byrjað að vinna við hrognavinnsluna.
Á myndinni  eru Rakel Hilmarsdóttir og Guðrún Linda Helgadóttir að vinna við pökkun á loðnuhrognum.
Sjá má fleiri myndir á heimasíðu Skessuhorns,  https://skessuhorn.is/2021/03/03/frysting-lodnuhrogna-hafin-a-ny-a-akranesi/

 

 

 

Deila: