Ekki rúm fyrir stýrimann

5
Deila:

Lokið er fresti til að skila inn í samráðsgátt stjórnvalda athugasemdum við frumvarp til laga um áhafnir skipa í samráðsgátt stjórnvalda. Með frumvarpinu er gerð tillaga um ný heildarlög um áhafnir íslenskra skipa. Er markmiðið að einfalda löggjöfina um menntun og þjálfun, öryggisfræðslu, skírteini, lögskráningu, lágmarksmönnun, vinnu- og hvíldartíma, læknisvottorð, heilsu- og tryggingavernd, orlof, heimferðir, vinnuskilyrði o.fl.

Landssamband smábátaeigenda hefur sent inn umsögn um frumvarpið og er ekki sátt við það. Í umsögn LS segir m.a.

„Starfsumhverfi smábátaútgerðarinnar rúmar ekki að skylt sé að hafa stýrimann í áhöfn.  Kjarasamningur LS og sjómannastakanna (Sjómannasambands Íslands, Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra og málmtæknimanna) sem undirritaður var 29. ágúst 2012 er ótvíræð sönnun þess.  Í samningnum er ekki minnst á starfsheitið, stýrimaður.

LS er ósammála þeirri neikvæðni sem fram kemur í frumvarpinu varðandi þjónustusamninga.  Reynsla útgerða sem starfað hafa náið með smiðjum sem veita slíka þjónustu er afar góð.“

Umsögn LS:

210303 Athugasemd frá LS um drög að frumvarpi um áhafnir skipa.pdf

 

Deila: