Útflutningsverðmæti þorsks jókst um 12% í fyrra

30
Deila:

Rúm 600 þúsund tonn af sjávarafurðum voru flutt út árið 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Það er 2,5% minna en árið áður. Verðmæti þess útflutnings var um 270 milljarðar króna sem er 3,7% aukning frá árinu 2019. Þar af var útflutningsverðmæti þorskafurða tæpir 132 milljarðar króna sem er 12,2% aukning frá árinu áður.

Útflutningur og útflutningsverðmæti fimm verðmætustu tegunda 2019-2020
2019 2020
Fisktegund Afurð Tonn Milljónir
króna
(fob)
Tonn Milljónir
króna
(fob)
Mism.
Magn
%
Mism.
Verð
%
Allar tegundir 619.433 260.371 604.083 269.917 -2,5 3,7
Þorskur Allir afurðaflokkar 132.174 117.521 140.026 131.877 5,9 12,2
-Frystar afurðir 53.098 41.780 51.726 46.577 -2,6 11,5
-Saltaðar afurðir 23.654 20.511 25.238 23.187 6,7 13,0
-Ísaðar afurðir 40.621 47.943 46.925 54.535 15,5 13,7
-Hertar afurðir 12.126 5.735 11.985 5.893 -1,2 2,8
-Mjöl/lýsi 2.492 1.476 2.208 1.607 -11,4 8,9
-Annað 137 75 1.944 79 1319,0 4,7
Ýsa Allir afurðaflokkar 24.375 18.213 23.825 19.735 -2,3 8,4
Ufsi Allir afurðaflokkar 32.360 13.581 26.899 11.184 -16,9 -17,7
Karfi Allir afurðaflokkar 38.032 13.706 33.232 12.922 -12,6 -5,7
Makríll Allir afurðaflokkar 94.368 19.074 86.476 18.169 -8,4 -4,7

Af útfluttum þorski voru tæp 52 þúsund tonn fryst, 47 þúsund tonn ísuð og rúm 25 þúsund tonn söltuð. Útflutningsverðmæti var hæst vegna ísaðs þorsks eða tæpir 55 milljarðar króna sem er 13,7% aukning frá árinu 2019.

Af öðrum útfluttum afurðum voru flutt út rúm 86 þúsund tonn af makríl að útflutningsverðmæti 18 milljarðar króna. Útflutt ýsa nam tæpum 24 þúsund tonnum að andvirði 19,7 milljarðar. Útflutningsverðmæti karfa var tæplega 13 milljarðar króna og ufsa rúmir 11 milljarðar.

 

Deila: