Hamlar bræla loðnuveiðum?

83
Deila:

Nú fer að líða að lokum loðnuvertíðar, en slæmt veður, sem nú er spáð. Gæti sett strik í reikninginn. Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu hefur verið landað 41.612 tonnum af loðnu og eru þá 28.222 tonn óskráð af leyfilegum heildarafla.

Aflahæstu skipin samkvæmt listanum eru Beitir NK með 5.226 tonn, Börkur NK með 4.510 og Venus NS með 4.019 tonn. Eftir millifærslur er Beitir með mestar heimildir, 8.790 tonn og svo koma Víkingur AK með 6.794 tonn og Venus NS með 6.176 tonn.
Alls hafa fimmtán skip landað loðnu á vertíðinni og eftir landanir morgundagsins ætti kvótinn að vera langt kominn.

Deila: