Óvænt stefna í ralli
Marsrall á rs. Árna Friðrikssyni tók óvænta stefnu í gær þegar Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana milli Flateyjar og Stykkishólms. Árni er með Baldur í togi og enn beðið er færis að koma ferjunni í höfn í Stykkishólmi. Að því loknu heldur rallið áfram þar sem frá var horfið. Heimir Örn Hafsteinsson er skipstjóri í leiðangrinum.
Mynd frá vettvangi. Ljósm. Anna Ragnheiður Grétarsdóttir