Lítið um loðnu í Barentshafi

235
Deila:

Niðurstöður loðnurannsókna norsku Hafrannsóknastofnunarinnar í Barentshafi sýna að það er fremur lítið af loðnu. Rannsóknirnar að undanförnu hafa beinst að sunnanverðu hafinu milli Andöya og Varanger skaganum. Þrír leiðangrar hafa verið farnir og er markmiðið að afla upplýsinga til að byggja á mögulegar tillögur um hæfilegan afla.

Á næsta ári er fyrirhugað að yfirfara aðferðir við mælingu loðnunnar á svæðið Alþjóða hafrannsóknaráðsins í Barentshafi og hvort þær gefi nægilega góðan grunn fyrir veiðiráðgjöf.

Rannsóknirnar nú byggðust á leiðangri tveggja leiguskipa, Eros og Vendla, þar sem farið var fram og til baka yfir rannsóknarsvæðið. Þannig fór Velda yfir hafsvæðið frá Andöyja til Nordkapp og til baka og Eros gerði það sama á svæðinu milli Nordkapp og Varanger skagans. Þannig hefur náðst að sjá hvort og hvenær loðnan kemur inn á hrygningarslóðina.

Mælingar á lífríkinu sýndu tiltölulega lítið af loðnu í vistkerfinu í Barentshafi síðastliðið haust, en það er fiskurinn sem væntanlega kemur inn til hrygningar í febrúar eða mars. Niðurstaðan er að lítið sé um loðnu í Barentshafi, en það sem fannst í nýlegum leiðangri var loðna að búa sig undir hrygningu.

 

Deila: