Norðmenn ánægðir með loðnuvertíðina við Ísland

24
Deila:

Norðmenn hafa nú gert upp loðnuvertíðina við Ísland og eru hæst ánægðir með árangurinn og verðið á afurðunum, en hefðu auðvitað vilja fá að veiða meira.

Leyfilegur heildarafli þeirra var 41.808 tonn og veiðin stóð yfir í febrúar. Verðmæti aflans var 9,3 milljarðar króna og meðalverð á kíló var 213 krónur íslenskar. Allri loðnunni var landað til manneldisvinnslu.
Norðmenn veiddu síðast loðnu við Ísland árið 2017. Þá veiddu þeir 59.300 tonn og fór nánast allt til manneldisvinnslu. Meðalverð á loðnu til manneldis var þá rétt ríflega 90 krónur á kíló og verð á loðnu í bræðslu var 36 krónur

Árið veiddu norsku skipin 74.000 tonn við Ísland, en það ár fóru 65.000 tonn í bræðslu. Meðalverð á kíló af loðnu til bræðslu var þá 38,50 krónur og til manneldis 44,40 krónur. Aðeins 8.500 fóru í manneldisvinnslu.

Árið 2018 veiddu Norðmenn 127.000 tonn af loðnu í Barentshafi, en ekkert árið 2017 þegar verðið var mun hærra fyrir loðnu veidda við Ísland.

Rétt er að geta þess að Norðmenn mega ekki veiða loðnu sem er komin að hrygningu við Ísland. Þeir geta því ekki veitt loðnu til hrognavinnslu. Loðnan sem þeir veiða til frystingar er einnig með minni hrognafyllingu en sú, sem íslensku skipin veiða síðar á vertíðinni. Þeir ná því ekki eins miklum verðmætum út úr sínum kvóta og við Íslendingar.

Í eftirfarandi myndbandi er farið yfir norsku hliðina á veiðunum:

https://www.sildelaget.no/no/media/nyhetsarkiv/siste-nytt/video-%C3%A5rets-loddefiske-paa-island/

 

Deila: