Vilja hefja grásleppuveiðar í dymbilviku

134
Deila:

„Í síðustu viku átti LS fundi með sérfræðingum í sjávarútvegsráðuneytinu um væntanlega grásleppuvertíð.  Samþykkt stjórnar LS um fyrirkomulag vertíðarinnar var ítrekuð.  Fram kom að ráðuneytið sæi ýmsa annmarka á að stjórna veiðum með dögum sem skilgreindir væru til veiðitíma þegar net væru í sjó.  Kæmi þar við sögu þættir sem tengjast eftirliti og mati á sóknargetu.“

Svo segir í færslu á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Þar segir ennfremur:

„Ráðuneytið lagði áherslu á að stjórnunin yrði að vera með þeim hætti að hún tryggði öllum þátttakendum í veiðunum jafnmarga daga og að heildarafli færi ekki umfram leyfilegs heildarafla.

Þar sem ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verður ekki tilkynnt fyrr en 31. mars verður nokkrum vandkvæðum bundið að ákveða endanlegan dagafjölda ef veiðarnar hæfust 20. mars.  Við það bættist yfirlýsing stærsta kaupandans, Vignis á Akranesi, að hann mundi ekki taka á móti grásleppu frá og með 31. mars til og með öðrum í páskum 5. apríl.

Þegar þessir þættir ásamt fleirum voru rýndir ákvað LS í samráði við grásleppunefnd félagsins og samtala við fjölmarga aðila að leggja til við ráðuneytið að fyrsti dagur í grásleppu 2021 yrði laugardagurinn 3. apríl.

Á fundunum var haldið áfram að ræða beiðni LS um að heimilt yrði að skilja grásleppuna eftir á miðunum að lokinni aðgerð um borð.  Greint var frá vandkvæðum sem af því hlytist að koma með hana að landi.  Í hvað sporum menn stæðu ef ekki tækist að gera úr henni verðmæti.  Niðurstaða á þeim vanda sem þarna er glímt við er ekki fengin.

Ráðherra fer nú yfir sjónarmið LS.“

 

Deila: